Skilmálar fyrir vefverslun
Vörur sem seldar eru úr vefverslun JHM Sport ehf, að Stórhöfða 35, eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun, með þeim fyrirvara að þær séu til á lager.
Séu pantaðar vörur uppseldar tímabundið mun þjónustufulltrúi hafa samband við fyrsta tækifæri með tölvupósti eða síma.
Sendingarkostnaður innanlands greiðist samkvæmt verðskrá Póstsins ef eingöngu um smávöru er að ræða í sendingunni, en samkvæmt verðskrá vöruflutningafyrirtækis ef um stærri hluti er að ræða.
Sendingar sem viðskiptavinur sækir sjálfur eru afhentar í verslun JHM Sport að Stórhöfða 35 gegn framvísun persónuskilríkja eða skriflegu umboði kaupanda.
Greiðslur með kreditkortum eru alfarið meðhöndlaðar af vefþjónum MyPos, greiðslumiðlun Visa og eru engar kortaupplýsingar vistaðar á vefþjónum JHM Sport ehf.
Öll verð eru birt með fyrirvara um villur og myndbrengl.
Öll verð eru með virðisaukaskatti.
Vöruskil: Hægt er að skila vöru og fá inneignanótu, ekki er hægt að skila rafmagnsvörum.
Lög og varnarþing: Varðandi viðskipti við okkur, sem og önnur atriði í samningsskilmálum þessum gilda íslensk lög. Rísi ágreiningur milli JhmSport ehf og viðskiptavinar skal mál vegna þess rekið fyrir íslenskum dómstólum.